Auglýsing

TIL LUKKU! Mæðraveldið með brakandi ferskt lag!

Hljómsveitin Mæðraveldið sendir frá sér glænýtt lag, föstudaginn 6. nóvember. Lagið ber nafnið „Til lukku“ og er blanda af danstónlist og hipp hoppi. Hljómurinn minnir óneitanlega á 10.áratug síðustu aldar með kuduro skotnu slagverki.

Lagið fagnar áfanganum þegar Ísland hlaut loksins nýja stjórnarskrá. Sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu og afhent Alþingi 2012. Mæðraveldið hefur áður gefið út plötuna Mæðraveldið árið 2019.

Meðlimir þessarar skemmtilegu sveitar eru rapparinn og taktsmiðurinn Sesar A, Margrét G. Thoroddsen sem sér um hljómborð og söng og Þórdís Claessen sem leikur á bassa.

Lagið kemur út á öllum helstu tónlistarveitum á föstudag!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing