Tvær milljónir í útgöngubann eftir eitt smit

Í dag hófst fimm daga útgöngubann í Perth í Ástralíu en íbúar þar eru um 2 milljónir. Yfirvöld þar í landi tóku þessa ákvörðun eftir að öryggisvörður á sóttvarnahóteli greindist með veiruna. Talið er að hann hafi átt í nánum samskiptum við 70 manns, í hið minnsta. Greint er frá þessu á Reuters fréttaveitunni

Búið er að senda fólkið í sýnatöku og er von á loka niðurstöðum í dag, mánudag.

Ástralía hefur komið ágætlega út úr faraldrinum, miðað við mörg önnur lönd. Þar hafa greinst um 29 þúsund tilfelli og 909 dauðsföll en það búa um 26 milljónir manns í Ástralíu. Bólusetningar gegn Covid-19 munu hefjast þar í þessum mánuði.

Auglýsing

læk

Instagram