Valli Rostungur kominn á stefnumóta-appið Smitten


Fréttir undanfarinna daga af rostungi sem hrellt hefur, eða öllu heldur skemmt hefur íbúum Hafnar í Hornafirði, hafa vafalaust farið framhjá fáum.

Rostungurinn, sem hlotið hefur nafnið Valli, hefur flatmagað á ýmsum stöðum undanfarið s.s. á hafnarbakka Hafnar í Hornafirði og bátum þar í kring. Valli hefur hins vegar skotið upp kollinum á óvenjulegum stað núna, en hann er orðinn notandi á íslenska stefnumóta-appinu Smitten, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd!

Valli segist þar vera um 1200 kg að þyngd, hafa verið kosinn vondi strákur Hafnar í Hornafirði og hafi stundað nám í Skóla hafsins.

Aðspurður segist Davíð Örn, framkvæmdastjóri Smitten, hafa gaman af uppátækinu:

„Við höfum nú ekki lagt það í vana okkar að leyfa svona notendur, en Valli vermir hjörtu okkar allra á þessum síðustu og verstu. Þegar náttúran gerir haglárás í September er erfitt að taka Valla Rostung, ljósið okkar í skammdeginu, úr umferð. Ætli við leyfum þessu ekki að hanga í viku.”

Smitten, sem var gefið út í lok september á síðasta ári, hefur farið eins og eldur um sinu á Íslandi og í dag eru þúsundir íslendinga sem nota appið á hverjum degi.

Það hefur orðið sprenging í virkni eftir að við uppfærðum appið og núna eru notendur að svæpa (e. Like & Trash) rúmlega milljón sinnum í viku og senda marga tugi þúsunda skilaboða” segir Davíð.

Smitten notendur geta skoðað Valla hérna: https://smittendating.com/users/?c=HF0N

Smitten er frítt og aðgengilegt á App Store og Google Play:

https://smittendating.app.link/getSmitten

Auglýsing

læk

Instagram