Vaxtarsproti ársins er 1939 Games – Sextánfaldaði veltuna

Fyrirtækið 1939 Games hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, afhenti Vaxtarsprotann í morgun í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal.

1939 Games er tölvuleikjafyrirtæki sem gefur út leikinn KARDS en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Velta fyrirtækisins jókst um 1.466% á milli áranna 2019 og 2020 þegar veltan fóru úr rúmum 15 milljónum króna í 244 milljónir króna. Um er að ræða metvöxt í veltu frá því Vaxtarsprotinn var fyrst afhentur árið 2007.

Tvö önnur fyrirtæki, Coripharma og Algalíf, hlutu einnig viðurkenningar. Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf. Velta Coripharma jókst um 392% á milli áranna 2019 og 2020, fór úr 180 milljónum króna í 888 milljónir króna eða nær fimmfaldaðist. Algalíf hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir að velta í fyrsta sinn einum milljarði króna. Algalíf framleiðir örþörunga í hátækni vatnskerfum og vinnur úr þeim astaxanthín sem nýtt er í fæðubótaefni og snyrtivörur um allan heim. Fyrirtækið jók veltu úr 625 milljónum króna í rúman 1,2 milljarð króna á einu ári.

Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Þetta er í 15. skiptið sem viðurkenningarnar eru veittar en tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Í dómnefnd voru Gísli Hjálmtýsson fyrir Háskólann í Reykjavík, Lýður Skúli Erlendsson fyrir Rannís, Fida Abu Libdeh fyrir Samtök sprotafyrirtækja og Sigríður Mogensen fyrir Samtök iðnaðarins.

Eftirfarandi fyrirtæki hafa hlotið Vaxtarsprotann:

  • 2007 Marorka
  • 2008 Mentor
  • 2009 Mentor
  • 2010 Nox Medical
  • 2011 Handpoint
  • 2012 Valka
  • 2013 Meniga
  • 2014 DataMarket
  • 2015 Kvikna
  • 2016 Eimverk
  • 2017 Kerecis
  • 2018 Kaptio
  • 2019 Carbon Recycling International
  • 2020 Kerecis
  • 2021 1939 Games

Eftirfarandi fyrirtæki hafa fengið viðurkenningu fyrir góðan vöxt:

  • 2007 Gagarín, Stiki, Stjörnu-Oddi
  • 2008 Betware, ValkaKine
  • 2009 Naust Marine, Gogogic, Saga Medica
  • 2010 Valka, Hafmynd, Menn og Mýs
  • 2011 Marorka, Trackwell, Gogogic
  • 2012 Kvikna, ORF Líftækni, Thorice
  • 2013 Controlant, Nox Medical, Lceconsult
  • 2014 Valka, Nox MedicalSkema
  • 2015 Kvikna, Valka
  • 2016 Lauf Forks, Orf Líftækni, Valka
  • 2017 TeqHire, Valka, Kvikna
  • 2018 Kerecis, Gangverk, Orf-Líftækni
  • 2019 Taktikal, Kerecis
  • 2020 Carbon Recycling International, Pure North Recycling
  • 2021 Coripharma, Algalíf
Auglýsing

læk

Instagram