Auglýsing

Maður af tyrkneskum uppruna skaut fjóra í Hagen í Þýskalandi

Alda ofbeldisglæpa virðist ríða nú yfir Þýskaland en lögregla skaut tvo innflytjendur sama daginn í tveimur mismunandi borgum í Þýskalandi þann 31. maí og í gær handtóku þeir mann af tyrkneskum uppruna fyrir skotárás.

Maðurinn er sagður hafa skotið á konu sína og sært illa og svo skotið inn í nærliggjandi íbúð þegar nágrannar reyndu að skipta sér af.

Hann lagði á flótta og keyrði að hárgreiðslustofu þar sem hann skaut þrjár manneskjur og særði, tvær þeirra alvarlega.

Maðurinn náðist þegar hann reyndi að flýja en ekki kom til skotbardaga milli hans og lögreglu þar sem maðurinn var orðinn skotfæralaus.

Þetta er því þriðja skiptið á tveimur dögum þar sem skotvopn koma við sögu hjá þýsku lögreglunnar en slíkt er afar sjaldgæft þar í landi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing