Myndband frá lögreglu vegna léttra bifhjóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband frá Samgöngustofu sem sýnir hvernig fólk skuli bera sig að við akstur léttra bifhjóla eða vespur eins og þau eru oftast kölluð.

Mikið hefur borið á bæði vespum og rafmagnshlaupahjólum undanfarin ár en um þessar tvær tegundir gilda þó ólíkar reglur því um rafmagnshlaupahjól gilda sömu reglur og reiðhjól.

Talsvert hefur verið um slys á hlaupahjólunum en minna á vespunum, en einhver ruglingur virðist þó vera hjá mörgum um hvaða reglur gildi yfir akstur þessara farartækja.

Hægt er að horfa á myndbandið frá Samgöngustofu hér og forðast allan slíkan misskilning í framtíðinni.

Auglýsing

læk

Instagram