Ofnbakaður beikonvafinn Halloumi ostur

Hráefni:

1 Halloumi ostur ( fæst í helstu matvöruverslunum)

1/2 beikonbréf

svartur pipar

Aðferð:

1. Skerið ostinn í hæfilega stóra bita. Piprið örlítið ostinn áður en beikonsneiðunum er vafið utan um hann. Gott er að stinga tannstöngli í gegn svo beikoni haldist um ostinn.

2. Setjið inn í 190 gráðu heitan ofn í 18-20 mín eða þar til beikonið er orðið gyllt og stökkt.

Auglýsing

læk

Instagram