Segir Reynisfjöru vera hættulegustu strönd veraldar

Erlend kona sem heldur úti Youtube rásinni Let’s Vibe with Yamii lagði för sína í Reynisfjöru og varar aðra ferðamenn við hættunum sem þar geta leynst.

Hún kallar Reynisfjöru bæði einstökustu strönd á Íslandi en líka hættulegustu strönd í veröldinni.

Hún fer yfir aðstæður í myndbandi sínu og sýnir mikinn öldugang og varar fólk sérstaklega við hættulegum öldum sem geta dregið fólk á haf út og segir litlar líkur á að fólk komist lífs ef skyldi það gerast. Öldugangurinn sé of mikill og vatnið sé of kalt.

Hún talar að öðru leyti mjög fallega um Reynisfjöru og segir upplifunina þar einstaka.

Hægt er að sjá myndband hennar hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram