13 hlutir sem þú verður að rifja upp um Stranger Things áður en þú horfir á 2. þáttaröð

Ef veðrið ætlar að vera svona um helgina þá er aðeins eitt í því að gera: Horfa á þáttaröð tvö af Stranger Things sem datt inn á Netflix í dag. Fyrsta þáttaröð sló í gegn um allan heim og eftirvæntingin eftir framhaldinu hefur verið mikil.

Í fyrstu þáttaröð af Stranger Things fylgdumst við með hópi drengja sem komast á snoðir um skuggalegt samsæri stjórnvalda eftir að vinur þeirra týnist. Ung stúlka með yfirnáttúrulega krafta kemur við sögu og spennan verður á tímabili yfirþyrmandi.

En enginn hefur tíma til að horfa á alla fyrstu þáttaröð aftur til að rifja upp hvað gerðist. Hér fyrir neðan má finna lista yfir ýmislegt sem er gott að muna áður en áhorf á aðra þáttaröð hefst.

 

1. Eleven er á lífi

Við munum eftir því að fyrstu þáttaröð lauk þannig að Hopper skildi vöfflur eftir í skóginum. Eleven hlýtur því að snúa aftur.

2. En Barb er steindauð

Lítið við því að gera.

3. Strákarnir voru sameinaðir eftir að Will fannst

4. En þið munið að það var eitthvað undarlegt við Will. Hann ældi einhverju slími og virtist ekki alveg laus við Upside Down-heiminn

5. Svo var það Hopper

Til að bjarga Will sveik hann Eleven og sagði Dr. Brenner frá því hvar hún var. En við trúum ekki að málið endi þar. Það hangir eitthvað á spítunni. Hann settist upp í dularfullan bíl í lok fyrstu þáttaraðar.

6. Hopper og Joyce eiga einhverja fortíð

7. Talandi um það, þá kysstust Mike og El

„Má ég kyssa þig?“

8. En við vitum ekki alveg hvað var í gangi á þessari rannsóknarstofu

Af hverju var verið að gera tilraunir á Eleven?

9. Dr. Brenner er samt dáinn…

…Eða hvað?

10. Við hittum mömmu Eleven

11. Hopper fann þetta egg í hinum heiminum. Við vitum ekkert meira um það. Demogorgon-skrímslið virtist samt vera að borða það

12. Nancy endaði með Steve

13. Og Eleven drap Demogorgon!

Auglýsing

læk

Instagram