Aðalmeðferð í máli Birnu Brjánsdóttur hefst eftir mánuð þegar Polar Nanoq verður í höfn

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Thomasi Olsen Möller fer fram eftir rétt tæpan mánuð, eða þriðjudaginn 18. júlí. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag og greinir Vísir frá.

Thomas byrjar á því að bera vitni og eftir það stíga önnur vitni fram og bera vitni.

Tímasetning aðalmeðferðarinnar var ákveðið með tillliti til þess að grænlenski togarinn Polar Nanoq, sem Thomas var skipverji á, kemur til hafnar þennn dag. Skipverjar eru meðal vitna í málinu. Eftir júlí verður skipið næst í höfn á Íslandi í desember.

Meðal gagna sem hafa verið lögð fram í málinu er gæðamat tæknideildar á fingraförum en það var ákæruvaldið sem lagði það fram. Þá hefur verjandi Thomasar lagt fram samantekt fjölmiðlaumfjöllunar um málið og um tíu ljósmyndir. Sex spurningar hafa verið lagðar fyrir þýskan réttarmeinafræðing en hann hefur meðal annars verið beðinn um að meta hversu lengi lík Birnu hafði verið í sjó þegar hann fannst.

Auglýsing

læk

Instagram