Aðdáendur saka Justin Bieber um að mæma á tónleikunum í Kórnum

Gestir á tónleikum Justins Bieber í Kórnum í Kópavogi saka kanadísku poppstjörnuna um að mæma. Tónleikarnir eru þeir umfangsmestu sem haldnir hafa verið á Íslandi en á Twitter lýsa aðdáendur yfir vonbrigðum sínum með að söngurinn sé á upptöku.

https://twitter.com/arnorbrynjars/status/773985270995746816

Málið virðist ekki svona einfalt

Nútíminn náði í eldheitan aðdáanda á tónleikunum sem fullyrti að Bieber hefði ekkert sungið í fyrstu þremur lögunum. „Og var ekkert að fela það,“ segir hann.

Annar tónleikagestur sagði augljóst að hann væri að styðjast við söng á upptöku þegar hann dansar. Hann sagði einnig að okkar maður færi alla leið í söngnum í rólegu lögunum.

Búist er við að um 38 þúsund manns sjái Justin Bieber á tónleikum í kvöld og annað kvöld. Hér má sjá myndband frá tónleikunum í kvöld

Justin Bieber lenti á Reykjavíkurflugvelli í einkaþotu í gær. Tugir aðdáenda tóku á móti honum þegar hann lenti og sannkallað Bieber-æði hefur ríkt á Íslandi síðustu daga.

Bieber hefur haft ýmislegt fyrir stafni á Íslandi. Vísir greindi frá því að hann hafi skellt sér í Bláa lónið skömmu eftir að hann lenti í gær. Þá hefur Nútíminn heimildir fyrir því að hann hafi farið í þyrlu að skoða Gullfoss.

Þá tók hann Skautahöllina í Laugardal á leigu í gærkvöldi frá klukkan 20.30. Þetta kemur fram á vef DV. Þar kemur fram að Bieber hafi ætlað að spila hokkí í skautahöllinni. Hann mætti hins vegar aldrei.

Sjá einnig: Stemningin á Reykjavíkurflugvelli þegar æstir aðdáendur biðu eftir Justin Bieber

DV greinir frá því að foreldrar barna og unglinga, sem áttu að vera á æfingum í skautahöllinni í gærkvöldi, hafi fengið póst um að æfingar myndu falla niður af óviðráðanlegum ástæðum í gærkvöldi.

Þá kemur fram að mikill viðbúnaður hafi verið á svæðinu og að lögreglan hafi á tímabili lokað götunum sem liggja að skautahöllinni.

Auglýsing

læk

Instagram