Adele er alveg sama um skilnað Jolie og Pitt, finnst skrýtið að hann rati á forsíður

Söngkonan Adele óskar Brad Pitt og Angelinu Jolie alls hins besta en gæti þó ekki verið meira sama um skilnað þeirra. Henni finnst út í hött að skilnaður þeirra rati á forsíður dagblaða.

Jolie sótti um skilnað við Pitt á mánudaginn fyrir rúmri viku. Í síðustu viku söng Adele á tónleikum á Madison Square Garden, þar sem segja má að hún hafi tileinkað Brangelinu kvöldið.

Sjá einnig: Jolie og Pitt gerðu skotheldan kaupmála, munu aðeins deila um börnin

Á tónleikum seinna í vikunni, síðastliðið föstudagskvöld, sá hún ástæðu til að segja hvað henni finnst um breytta hjúskaparstöðu þeirra.

„Mér er alveg sama þó að þau hafi hætt saman,“ sagði hún.

Fólk talar eins og ég sé miður mín, en guð minn góður, mér er alveg sama.

Hún sagði einnig að hún væri alveg viss um að Pitt og Jolie stæði á sama hvað fólk segði um skilnaðinn. „Og til að vera alveg hreinskilin, þá held ég að þeim sé alveg sama hvað þið segið,“ bætti söngkonan við.

„Er þetta efni í forsíðufrétt? Ég meina, hverjum hefði dottið það í hug,“ spurði hún.

Auglýsing

læk

Instagram