Brad Pitt roðnar í samlestri með Jennifer Aniston – svolítið vandræðalegt MYNDBAND!

Margir þekktustu leikara heims komu saman til að leik-lesa handritið úr kvikmyndinni „Fast Times at Ridgemont High“. Mesta athygli vakti fyrrverandi stjörnuparið Brad Pitt og Jennifer Aniston. Þau hafa ekki sést mikið saman frá því sambandi þeirra lauk en hér voru þau bæði mætt til að styrkja gott málefni.

Handrit myndarinnar fjallar meðal annars um kynlíf sem Aniston virðist höndla fagmannlega á meðan vandræðalegur Brad Pitt verður eldrauður í andlitinu. Þau komust samt ágætlega í gegnum samlesturinn og nú þegar hafa safnast miklir peningar til góðgerðarmála.

Aðrir leikarar sem tóku þátt voru t.d.: Dane Cook, Morgan Freeman, Henry Golding, Jimmy Kimmel, Shia Labeouf, John Legend, Ray Liotta, Matthew McConaughey og meðstofnendur CORE samtakanna þau Sean Penn, Brad Pitt og Julia Roberts.

(Hægt er að horfa á allt myndbandið og styrkja gott málefni með því að smella hér…)

Auglýsing

læk

Instagram