Ætlaði að fara að kenna sund en er orðinn framkvæmdastjóri Hard Rock

Stefán Magnússon var á leiðinni í fjarnám á Bifröst í haust og ætlaði að kenna sund í Réttarholtsskóla og Fossvogsskóla en hefur nú verið ráðinn framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi.

Hard Rock opnar í Iðuhúsinu í miðborg Reykjavíkur í október. Stefán er þekktastur fyrir að vera maðurinn á bakvið þungarokkhátíðina Eistnaflug sem er haldin árlega á Neskaupstað.

„Ég var búinn að plana það að fara í fjarnám á Bifröst og kenna sund fyrir Réttó og Fossvogsskóla en svo fékk ég símtal og spurður hvort ég væri ekki til í að koma í atvinnuviðtal — það vantaði framkvæmdastjóra á Hard Rock Cafe Reykjavik,“ segir Stefán á Facebook-síðu sinni.

Ég fór í nokkur viðtöl og endaði þetta allt saman á því að ég var ráðinn og er kominn í HRC hópinn sem er algjörlega frábær. Allir sem eru ráðnir á HRC fara í þjálfun og ég tek næstu fimm vikur á HRC staðnum í Flórens á Ítalíu.

Stefán segir að Hard Rock verði skemmtilegasti veitingastaður landsins. „Í kjallaranum á Iðuhúsinu þar sem Hard Rock Café er til húsa verður glæsilegur tónleikastaður,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram