Auglýsing

Afstaða hefur sett saman neyðarteymi: Bjóða heilbrigðisráðherra starfskrafta fagfólks

„Í ljósi atburða í fangelsum landsins undanfarin misseri þar sem vöntun á geðheilbrigðisþjónustu og bakvaktar neyðarþjónustu kemur við sögu, hefur Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, ákveðið að bjóða Heilbrigðisráðherra, sem ber ábyrgð á heilbrigðismálum fanga að nýta vettvangsteymi Afstöðu tímabundið til að veita föngum sál-félagslegan stuðning utan þess tíma sem engin sérhæfð þjónusta er til staðar,“ segir í tilkynningu frá Afstöðu, félagi fanga á Íslandi, sem birt var á Facebook-síðu félagsins í dag.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur Afstaða verið að bæta við sig fagfólki á sérstaka bakvakt sem sinnir neyðarþjónustu er snýr að geðheilbrigði fanga á Íslandi. Í síðustu viku gekk til liðs við teymið Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur en hún hefur mikla reynslu við að vinna með jaðarsettum einstaklingum og hefur m.a verið sæmd Florence Nightingale-heiðursorðinni, æðsta alþjóðlega heiðri sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast. Þá kom einnig til liðs við félagið Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins og sálgætir. Ingvi hefur, líkt og Guðbjörg, yfirgripsmikla reynslu af því að starfa með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda og annan félagslegan vanda.

Skortur á fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu

Stjórn Afstöðu telur að rekja megi alvarleg atvik í fangelsum landsins vegna skorts á fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Meðal annars dauðsföll. Við það verður ekki lengur unað að ekki sé bakvaktarþjónusta á stað, sem vistar tugi frelsissviptra einstaklinga. Einstaklinga sem glíma oft við alvarlegan geðrænan og líkamlegan vanda en að mati félagsins er slíkt óásættanlegt. Í ljósi þess býður stjórn Afstöðu heilbrigðisráðherra að nýta þekkingu vettvangsteymis Afstöðu til að veita stuðning á bakvöktum í fangelsunum þangað til að viðunandi lausn finnst.

Þá kallar félagið eftir í krafti sterkrar stöðu sinnar í málaflokknum að fá að fara yfir með Heilbrigðisráðuneytinu hvað hafi brugðist þegar fangi lést nýverið og hvaða úrbætur standi til að gera í kjölfar þess hörmulega atviks.

Félagið vill þó taka fram að Afstaða er nú þegar þátttakandi í vinnuhópum í Heilbrigðisráðuneytinu um geðheilbrigðisþjónustu við fanga og er varðar meðferðarmál fanga. Það má þakka ráðuneytinu fyrir það frumkvæði, en stjórn Afstöðu telur að veita þurfi sólarhringsþjónustu þegar í stað til að tryggja öryggi fanga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing