Andri Freyr frá RÚV yfir til Republik, verður yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar

Fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson er genginn til liðs við framleiðslufyrirtækið Republik. Andri verður yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar og þróar hugmyndir og heimildarmyndir sem eru bæði á grunnstigum og nú þegar komnar í framleiðslu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Republik. Andri Freyr hefur komið víða við í fjölmiðlum en stýrði síðast þættinum Virkir morgnar á Rás 2 ásamt Gunnu Dís og Sóla Hólm við góðan orðstír.

Virkir morgnar kvöddu 1. júlí og Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni tók við með þáttinn Góðan daginn. Þá hefur Andri slegið í gegn á skjáum landsmanna, meðal annars í þáttunum Andri á flandri.

„Þetta er mikill fengur fyrir Republik sem hefur í lengi haft áhuga á þessari tegund framleiðslu. Velkominn og djöfull hlökkum við til að vinna þér,“ segir á Facebook-síðu Republik.

Auglýsing

læk

Instagram