Andri Freyr brjálaður í beinni: „Eruði hálfvitar?“

„Þetta er alveg merkilegt. Ég skil ekki þetta þjóðfélag, Gunna. Ég skil ekki þetta þjóðfélag. Stundum líður mér eins og Ingva Hrafni þegar hann er að lesa yfir okkur í upphafinu á Hrafnaþingi og skilur ekkert í þessu.“

Svona hófst reiðilestur útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar í Virkum morgnum á Rás 2 í morgun. Kveikjan var frétt Morgunblaðsins í morgun um að ríflega helmingur íbúða í nýjum 11 hæða turni við Lindargötu í Reykjavík séu þegar seldar. Íbúðirnar voru auglýstar til sölu laugardaginn 13. september.

Sam­kvæmt vefn­um Skuggi.is eru 19 af 36 íbúðum í turn­in­um seld­ar. Verð seldra íbúða er ekki gefið upp en áætla má að sölu­verðið sé um 1.200 millj­ón­ir króna, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Andra Frey var heitt í hamsi þegar hann las upp úr fréttinni:

Af hverju er verið að setja nýja turna í Skuggahverfið? Eruði hálfvitar? Eru ekki tómir turnar þarna? Í alvörunni! Það er verið að byggja nýja turna og búið að selja 27 lúxusíbúðir. Eftir viku, var búið að selja íbúðir fyrir tæpa tvo milljarða.

Og hann hélt áfram: „Veistu það. Við eigum allt slæmt skilið hérna, hvað svona varðar — peningaflækjur og gjaldþrotarugl,“ sagði hann. „Við erum náttúrulega algjörir apar. Við vitum ekki af því. Á sjöunda áratugnum var alltaf verið að gera tilraunir með apa sem enduðu yfirleitt á að stúta sér, voru sendir út í geiminn og svona. Erum við þessir apar? Var okkur hent á þessa eyju og er verið að fylgjast með úr fjarska hvernig við rekum þjóðfélag? Hvað er þetta?“

Smelltu hér til að hlusta. Andri verður brjálaður á 24. mínútu.

Auglýsing

læk

Instagram