Annie Mist í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag á heimsleikunum

Heimsleikarnir í CrossFit hófust í gær og voru fimm Íslendingar á meðal keppenda. Dagurinn var gífurlega krefjandi og reyndi mikið á þol keppenda. Keppt var í hjólreiðum, Muscle ups, lyftingum og loks maraþon róðri.

Annie Mist er í þriðja sæti heildarkeppninnar eftir fyrsta keppnisdag. Katrín Tanja er skammt undan í sjötta sæti, Ragnheiður Sara í tíunda og Oddrún Eik í 28. sæti. Karlamegin er Björgvin Karl Gunnarsson í áttunda sæti eftir fyrsta daginn.

Annie Mist náði þriðja sæti í maraþon róðrinum sem er lengsta keppnisgrein sem hefur verið haldin í sögu heimsleikana. Katrín Tanja var þriðja í fyrstu keppnisgrein dagsins, hjólreiðunum en lenti í 36. sæti í þriðju keppnisgreininni og tapaði þar mikilvægum stigum.

Annie er með 276 stig eftir fyrsta keppnisdaginn, 62 stigum frá Lauru Horvath sem er á toppnum. Katrín Tanja er með 226 stig eftir daginn, 112 stigum frá fyrsta sætinu. Ragnheiður Sara er með 210 stig.

Keppendur fá hvíld í dag en á föstudag verður keppt í þremur greinum. Mótinu lýkur svo á sunnudag.

Auglýsing

læk

Instagram