Aretha Franklin sögð alvarlega veik og við dauðans dyr

Auglýsing

Drottning sálartónlistarinnar Aretha Franklin er sögð alvarlega veik og við dauðans dyr. Hún liggur á sjúkrahúsi í heimaborg sinni Detroit umkringd fjölskyldu og nánum vinum. Fréttaveitan Showbiz411 greindi fyrst frá.

Franklin, sem er 76 ára, hefur glímt við heilsubresti síðustu ár en hún greindist með krabbamein árið 2010. Hún fór í aðgerð til að fjarlægja krabbameinið en síðan þá hefur heilsu hennar hrakað og hún þurft að hætta við fjölmarga tónleika síðustu ár.

Náin vinur söngkonunnar segir að honum hafi verið tilkynnt í síðustu viku að söngkonan ætti lítið eftir en hann sagði einnig að allir nánustu vinir og fjölskylda Franklin hafi vitað fyrir tveimur vikum að hún gæti dáið hvenær sem er

Franklin tilkynnti á síðasta ári að hún hyggðist setjast í helgan stein eftir að hafa unnið að plötu með Stevie Wonder. Hún kom síðast fram 2. nóvember í fyrra á fjáröflun fyrir góðgerðarsamtök Elton John AIDS Foundation.

Auglýsing

Hún fæddist í Memphis en flutti ung með fjölskyldu sinni til Detroit. Frægðarstjarna hennar reis á sjöunda áratug síðustu aldar með útgáfu á lögum eins og „Respect“, “(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og „Think“ og fékk hún titilinn „Drottning sálartónlistar“.

Franklin vann 18 Grammy-verðlaun á ferli sínum og varð fyrsta konan til að komast inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 1987.

Aðrir tónlistarmenn hafa beðið fyrir söngkonunni

Vinsælustu lög sálardrottningarinnar

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram