Arnar og Barbora sigruðu í Reykjavíkurmaraþoninu

Arnar Pétursson og Barbora Nováková frá Tékklandi unnu sigur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag. Arnar varð einnig Íslandsmeistari fjórða árið í röð en Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna megin.

Arnar náði tímanum 2:23:08 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í Reykjavíkurmaraþoni. Barbora kom í mark á tímanum 3:00:40 og Hólmfríður hljóp á tímanum 3:08:48.

Lidya Orozco Medina frá Spáni var í þriðja sæti á 3:08:48. Í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu var Melkorka Árný Kvaran á tímanum 3:23:32 og í því þriðja var Andrea Hauksdóttir á 3:26:24.

Brian Petrocelli varð í öðru sæti karlamegin og í því þriðja var annar Bandaríkjamaður, Drake Vidrine. Sigurjón Ernir Sturluson var annar í Íslandsmeistaramótinu og Kristján Svanur Eymundsson sá þriðji.

Auglýsing

læk

Instagram