Ásgeir Trausti í átaki: Drakk ekkert á síðasta túr

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sleppti því að drekka áfengi á síðasta tónleikaferðalagi um Ástralíu. Hann byrjaði líka í átaki og reyndi að hreyfa sig á hvrjum degi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Ég hef gaman af því að lyfta. Það erfiðasta við það er að maður þarf að reikna út daginn, hvenær maður hefur tíma. Svo þarf maður að finna sér líkamsræktarstöð á þeim stað þar sem maður er,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið.

Á síðasta túr sleppti ég alveg að drekka og það var frábært. Þá er maður meira on it, sefur betur og hreyfir sig frekar. Annars er alltaf nóg af áfengi í boði þar sem maður kemur á þessum ferðalögum.

Í Fréttablaðinu í dag kemur einnig fram að hann er á leiðinni í tónleikaferð um Ástralíu með ensku hljómsveitinni Alt-J. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Brisbane 8. maí og verða helstu borgirnar í Ástralíu heimsóttar.

„Þetta eru líklega með stærstu tónleikum sem við höfum tekið, þetta eru allt tíu til fimmtán þúsund manna tónleikastaðir,“ segir Ásgeir í Fréttablaðinu.

„Ég hef hlustað á Alt-J síðan hún var stofnuð og hef alltaf fílað hana. Ég er mikill aðdáandi og hef verið frá þeirra fyrstu plötu. Við hittum meðlimi sveitarinnar fyrir ekki svo löngu í Ástralíu, við tókum nokkur festivöl með þeim. Þeir sögðust fíla tónlistina okkar, sem var mjög ánægjulegt.“

Hlustum á eitt lag með Alt-J:

Auglýsing

læk

Instagram