Ásmundur Einar sakaður um innbrot af föðurbróður sínum

Skúli Einarsson, föðurbróðir Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra, sakar Ásmund um að brjótast inn í íbúðar- og útihús á jörðinni Lambeyrum í Dölum fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í Stundinni.

Málið snýst um meint innbrot í hús á Lambeyrum í Dölum en Skúli segir húsið að hafa fylgt Lambeyrum á nauðungarsölu. „Alls höfum við tilkynnt til lögreglu þrjú innbrot í íbúðarhúsið ásamt þremur innbrotum í útihús sem fylgdu jörðinni,“ segir hann í Stundinni.

Ég stóð Ásmund að verki í einu af þessum innbrotum í útihúsin. Það tilkynnti ég strax til lögreglu.

Í svari til Stundarinnar vísar Ásmundur á föður sinn. „Það sem við kemur þessari sorglegu erfðadeilu er ekki á mínum snærum,“ segir félagsmálaráðherra.

Auglýsing

læk

Instagram