Ástþór hjólaði í RÚV í beinni útsendingu: „Þú værir kannski betur kominn á kassa á Bónus“

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hjólaði í RÚV í beinni útsendingu í Speglinum í dag. Hlustaðu á brot úr viðtalinu við Ástþór hér fyrir ofan. Ástþór hóf viðtalið á miklum reiðilestri og sakaði RÚV um að draga taum Guðna Th. Jóhannessonar í forsetakosningunum.

„Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til að kynna mína stefnu og framboð á hlutlausan hátt,“ sagði Ástþór eftir að hann var spurður af hverju fylgi hans væri ekki búið að aukast á síðustu árum.

Ég heyrði viðtalið við Andra Snæ og mér ofbauð. Ég velti því fyrir mér hvort þú værir kannski betur kominn á kassa á Bónus.

Ástþór benti á að skoðanakannanir séu víða í Evrópu bannaðar í aðdraganda kosninga þar sem þær væru skoðanamyndandi. „Það er búið að ræna kosningunum með ykkar eigin frambjóðanda,“ sagði hann.

Hlustaðu á brot úr viðtalinu hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram