Atli Fannar og Brynja til Hugsmiðjunnar

Atli Fannar Bjarkason, stofnandi og fyrrum ritstjóri Nútímans, og Brynja Jónbjarnardóttir hafa verið ráðin í markaðsteymi Hugsmiðjunnar. Þau munu ásamt Margeiri Steinari Ingólfssyni leiða teymi innan fyrirtækisins sem sem sinnir alhliða markaðssetningu á internetinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hugsmiðjunni.

Atli stofnaði Nútímann í ágúst árið 2014 og var ritstjóri þangað til vefurinn var seldur í haust. Hann segist vera gífurlega spenntur fyrir starfinu.

„Á Nútímanum var markmiðið að ná til sem flestra. Það tókst oft ansi vel þrátt fyrir harða samkeppni frá risastórum vefmiðlum en hugmyndirnar og sérstaklega framsetningin skiptu fáránlega miklu máli. Hjá Hugsmiðjunni mun ég í raun fást við það sama, fyrir nýjan hóp, og ég get ekki beðið,“ segir Atli Fannar.

Brynja Jónbjarnardóttir er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Ísland og hefur unnið við rannsóknir hjá hagfræðideild HÍ. Hún stundaði sumarnám í markaðsfræði í Columbia-háskóla í New York og hefur starfað sem fyrirsæta í mörg ár. Hún segir að verkefni sitt séð að hámarka árangur fyrirtækja og nýta þau öflugu tól sem samfélagsmiðlar bjóða upp á.

Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, er spennt fyrir viðbótinni í teymið og segir að ráðningarnar séu til þess að mæta sívaxandi eftirspurn.

„Ég hlakka til að sjá hvað þessi frjói hópur mun ná fram í samstarfi við okkar öfluga hönnunar- og tækniteymi,“ segir Ragnheiður.

Auglýsing

læk

Instagram