Auglýsing

Átta slösuðust á hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri

Átta manns leituðu sér aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri um liðna helgi eftir að hafa orðið fyrir hnjaski við að hoppa úr allt að tólf metra hæð á stóra hoppudýnu. Þar af beinbrotnuðu tveir. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Bíladagar fóru fram á Akureyri um helgina og var ýmis skemmtun í boði fyrir viðstadda. Fólki bauðst að hoppa á dýnuna úr allt að tólf metra hárri vinnulyftu. Af þeim sem slösuðust var einn ökklabrotinn og annar úlnliðsbrotinn.

Guðlaugur Halldórsson, einn eiganda dýnunnar, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að dýnan væri með CE vottun og uppfyllti því evrópska öryggisstaðla. Akureyrarbær og lögreglan gáfu leyfi fyrir uppsetningu dýnunnar.

Þá sagði hann að verið væri að skoða þetta í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlitið og vinnueftirlitið og að dýnan yrði ekki notuð fyrr en að þeirri skoðun væri lokið.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing