Auddi og Steindi hjóluðu niður Dauðaveginn í Bólivíu: „Þú ert alltof nálægt brúninni“

Auðunn Blöndal og Steindi Jr. hjóla niður Dauðaveginn í Bólivíu í nýjasta þætti Suður-ameríska draumsins á Stöð 2. Aðstæður á veginum voru ekki góðar auk þess sem þeir voru á nánast bremsulausu hjóli. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sjá einnig: Myndband: Sveppi og Pétur Jóhann í alvöru hættu þegar þeir skelltu sér í nautahlaup: „Ég skalf“

Dauðavegurinn í Bólivíu er 56 kílómetrar að lengd og er einn hættulegasti vegur í heimi en þar hafa hundruðir manns týnt lífinu á undanförnum árum.

Audda og Steinda virtist ekki skemmt á leið sinni niður en eins og áður segir voru aðstæður mjög slæmar. Á leiðinni niður sprakk meðal annars framdekkið á hjólinu og þeir lentu í minniháttar óhappi í kjölfarið.

Auglýsing

læk

Instagram