Bað kærustunnar á tónleikum Muse: „Var ekkert smá stressaður og allar tilfinningar fóru á fullt“

Auglýsing

Breska hljómsveitin Muse kom fram á tónleikum í Laugardalshöll á laugardagskvöld.

Hljómsveitin fyllti höllina og á meðal gesta voru Reynir Dagur Prebensson og kærasta hans Indiana Ingólfsdóttir. Reynir tók stóra ákvörðun og bað kærustu sinnar á tónleikunum og gekk hún út með trúlofunarhring á baugfingri vinstri handar.

https://www.instagram.com/p/BI0xRD3AqWf/

Í samtali við Nútímann segist Reynir hafa undirbúi stóra augnablikið í tvö ár en Muse er búin að vera uppáhalds hljómsveit Indíönu síðan þau kynntust fyrir sex árum.

„Þegar við keyptum síðan miðana sá ég til þess að allir vinir okkar yrðu á staðnum og bað hennar þegar uppáhalds lagið hennar var í gangi,“ segir hann stoltur.

Það var lagið Supermassive Black Hole sem ómaði þegar Reynir bað um hönd Indíönu

Auglýsing

„Ég var ekkert smá stressaður og allar tilfinningar fóru á fullt,“ segir Reynir.

Við vorum að sjá Muse í fyrsta skiptið en erum þó miklir aðdáendur. Það er ekki komin dagsetning á brúðkaupið en núna er ekkert annað rætt á heimilinu en stóri dagurinn – og Muse.

Aðspurður segist hann ekki hafa farið  bókstaflega niður á skeljarnar vegna þess að hann vildi ekki að allir myndu sjá augnablikið. „Ég hélt utan um hana og sýndi henni hringinn. Og hún sagið já.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram