Baltasar Kormákur uppgvötaði lífið upp á nýtt: „Ég drakk eins og svín“

Baltasar Kormákur átti í hrikalegum erfiðleikum með áfengi og drakk eins og svín. Hann styður að settur verður kynjakvóti á úthlutanir úr kvikmyndasjóði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Baltasar hætti að drekka árið 2002.

„Ég drakk eins og svín. Ég var ekki svona dagdrykkjumaður. Ég mætti til vinnu og kláraði mitt en ég drakk mig útúrfullan í tíu, fimmtán ár. Hverja helgi,“ segir hann í Fréttablaðinu.

Það fer ekki vel með fjölskyldulífi og að ala upp börn. Það er svo mikill tími sem fer í þetta. Það að hætta var bara ákvörðun sem ég tók, ég fór ekki í meðferð eða slíkt, og það var fyrst í fyrra sem ég fór að kíkja á AA samtökin.

Hann segir að dag hafa bæst við vikuna þegar hann hætti að drekka.

„Sunnudagar voru ekki til fyrir mér. Tíminn og energíið. En ég er auðvitað vinnufíkill og þarf að díla við það. Þetta fer ekkert á einu bretti,“ segir Baltasar í Fréttablaðinu.

„Ég sé ekki eftir neinu … Eða jú, ýmsu. Ég hef komið illa fram við ýmsa og ég sé eftir framkomu minni frá þeim árum. Framkomu við fólk sem átti það ekki skilið.“

Baltasar játar í Fréttablaðinu að hafa uppgvötað lífið upp á nýtt.

„Ég er á þessu ferðalagi enn þá, eins og með allt. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Drykkja er afleiðing en ekki orsök, í flestum tilvikum held ég. Í mínu tilfelli er það afleiðing. Það getur stafað af ýmsu sem tengist æskunni eða karakter, eða bara eitthvað sem þú ræður ekki við.

Enginn sem er fullkomlega í lagi verður alkóhólisti. Það er eitthvað að, og þess vegna sækirðu í þetta. Þegar þú ert búinn að losa þig við þetta, þá getur hafist einhver bati og þú farið í ferli að laga þig. Þú lagast ekkert við að hætta að drekka. Ég hætti sjálfur sem er að sumu leyti gott en kannski missti ég af einhverju góðu. Þannig að ég byrjaði aðeins að sækja AA samtökin í fyrra, aðeins að skoða þetta.“

Auglýsing

læk

Instagram