Balti leikstýrði syni sínum í kynlífssenu: „Þurfti aðeins að leiðbeina honum“

Baltasar Kormákur leikstýrði tveimur sonum sínum í annarri þáttaröð af Ófærð, þeim Baltasar Breka og Stormi Jóni. Fyrstu tveir þættirnir voru forsýndir í Bíó Paradís en Baltasar leikstýrði fyrsta og síðasta þætti þáttaraðarinnar. Baltasar sagði í viðtali við RÚV að það væri frábært að leikstýra sonum sínum.

„Ég leikstýrði þeim báðum og ég er náttúrulega stoltur af því. Ég á mjög hæfileikaríka drengi og mér fannst gaman. Þeir fóru í gegnum sama hlutverk og aðrir í casting,“ segir Baltasar.

Hann segist hafa kynnst sonum sínum á annan hátt við að leikstýra þeim og að það hafi verið ógeðslega gaman.

„Allt í einu eru þetta tveir jafningjar sem mætast og þú þarft að mæta þeim á þeim grundvelli, ekki sem pabbi þeirra. Þó svo að maður hafi knúsast aðeins á bakvið leikmyndina. Á settinu þarftu bara að vera professional og mæta þeim eins og öðrum leikurum. Það er ótrúlega gaman,“ segir Baltasar.

Aðspurður hvernig að hafi verið að láta pabba sinn leikstýra sér segir Baltasar Breki að það hafi verið skrítið á köflum. Þó að honum hafi ekki mikið verið leikstýrt af honum í þessari seríu hafi hann meðal annars leikstýrt honum í kynlífssenu í fyrri seríunni.

„Ég þurfti aðeins að leiðbeina honum í þeim málum en við komumst í gegnum það,“ sagði Baltasar og bætti síðar við að hann hefði haft meiri áhyggjur af stúlkunni.

Stormur Jón leikur í kynlífssenu í nýju seríunni en Ugla Hauksdóttir leikstýrði henni. Stormur segist frekar feginn að það hafi ekki verið pabbi hans sem leikstýrði senunni.

Sjáðu viðtalið

Auglýsing

læk

Instagram