today-is-a-good-day

Bam Margera áfram í vandræðum: „Rapparar á Íslandi og leigubílstjóri í Kólumbíu”

Vandræðin virðast elta hjólabrettakappann og Jackass stjörnuna Bam Margera. Bam er nú staddur í Kólumbíu en hann greindi frá því á Instagram síðu sinni í gær að hann hefði verið rændur af leigubílstjóra.

Bam er staddur í kólumbísku borginni Cartagena og segist hafa lent í vandræðum í leigubíl á leið af flugvellinum. Þar hafi leigubílstjóri hans sýnt honum skilaboð í gegnum þýðingarvél og beðið hann um að tæma veski sitt, í kjölfarið hafi hann lagt byssu á læri sitt.

Bam virðist nokkuð rólegur á myndbandinu en atvikið hefur þó haft einhver áhrif á hann þar sem hann opnaði sér bjór. Kappinn hefur verið edrú frá því í janúar.

Sjá einnig: Bam Margera sendir Gísla Pálma kalda kveðju: „Þessi náungi lamdi mig í klessu“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bam lendir í vandræðum á ferðalagi en eins og þekkt er lenti hann í slagsmálum við rapparann Gísla Pálma á Secret Solstice hátíðinni í Reykjavík árið 2015.

Chris Pontius, kollegi Bam úr Jackass, skaut á hann í athugasemd undir eina af færslum Bam frá Kólumbíu og sagði að hann þyrfti að fara að lesa öryggiskaflann í ferðahandbókinni betur. Hann rifjaði þá upp atvikið frá Secret Solstice.

„Fyrst voru það sígaunar á Spáni, síðan rapparar á Íslandi og núna leigubílstjóri frá Kólumbíu!“

View this post on Instagram

Robbed

A post shared by Bam Margera (@bam__margera) on

Auglýsing

læk

Instagram