Beckham-hjónin gefa brúðkaupsfötin

Auglýsing

Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham ætla að gefa fötin sem þau voru í við konunglegt brúðkaup Harrys Bretaprins og Meghan Markle í síðasta mánuði til góðgerðarmála.

Áhugasamir geta boðið í fötin og mun ágóði söfnunarinnar renna til We Love Manchester Emergency Fund, góðgerðarsjóðs sem styður við fórnarlömb árásarinnar sem átti sér stað í Manchester í fyrra.

Beckham-hjónin hafa lengi verið talin einhver smekklegustu hjón í heimi og þóttu þau einstaklega flott í tauinu í brúðkaupinu. David var í gráum Dior-jakkafötum og nafnið hans er saumað inn í jakkann en Victoria var í dimmbláum kjól frá hennar eigin tískumerki.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram