Hermès Birkin handtöskur eru stöðutákn og ein taskan seldist á 70 milljónir – af hverju? – Fræðslumyndband!

Það er erfitt að skilja hvað veldur því að ákveðin vara eða hönnun kemst „í tísku“. Allir framleiðendur reyna að koma sinni vöru á framfæri en örfáir útvaldir ná slíkum vinsældum að hægt sé að kalla vöruna „stöðutákn“.

Þegar sjaldgæfar vörur verða eftirsótt stöðutákn í tískuheiminum þá getur verðið rokið upp í hæstu hæðir. Hermès Birkin töskur eru handgerðar úr efnum á borð við strútsleður eða krókudílaskinn. Dýrari týpurnar notast við gull og demanta til að fullkomna hönnun sem er í raun listaverk.

Ekta Hermès Birkin töskur fást ekki seldar í búðum (en mikið er um eftirlíkingar). Viðskiptavinur þarf að mæta í verslun, greiða staðfestingargjald og fer þá á biðlista. Listinn er misjafnlega langur eftir því hvaða týpu þú valdir þér – sumar tegundir eru ófáanlegar.

Á tímabili voru fjárfestar (braskarar) farnir að panta allar töskurnar til að selja svo á uppboði fyrir margfalt verð. Til að bregðast við þessu þá fá aðeins útvaldir þann heiður að eignast nýja Hermès Birkin tösku.

Vegna vinsælda, gæða, eftirspurnar og sérvalins biðlista eftir nýjum töskum eru eldri Hermès Birkin töskur að seljast á uppsprengdu verði. Í Asíu er taskan eitt eftirsóttasta stöðutákn nýríka fólksins og seldist Hermès Birkin taska á 70 milljónir íslenskra króna á uppboði.

Engin taska er 70 milljón króna virði en sumir nýríkir milljarðamæringar kaupa svona stöðutákn til að vekja athygli á sér. Biðlistinn eftir töskunum er fullur af milljarðamæringum, frægum stjörnum og kóngafólki.

Á biðlistanum eftir Hermès Birkin töskum hafa verið Lady Gaga, Victoria Beckham, Kylie Jenner, allar Kardashian systurnar, Cardi B., Catherine Zeta Jones, Eva Longoria, Heidi Klum, Hilary Duff, Jada Pinkett Smith, Kendall Jenner og Jennifer Lopez – bara til að nefna nokkur nöfn.

Sumir reyna að komast fram fyrir röð en strangar reglur reglur um afhendingu reyna að koma í veg fyrir slíkt. Hér að neðan er fræðslumyndband um Hermès Birkin töskur.

 

Auglýsing

læk

Instagram