Benedikt Jóhannesson hætti við viðtal á Stöð 2 þegar hann frétti að Sigmundur Davíð ætti líka að mæta

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hætti við að mæta í viðtal í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gær þegar hann frétti að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætti líka að mæta. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir frá þessu í dálkinu Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins. Þar kemur fram að Benedikt hafi verið boðið að mæta og ræða umdeilda sölu á Arion banka ásamt fulltrúa stjórnarandstöðunnar.

„Þegar í ljós kom um miðjan dag að fulltrúi stjórnarandstöðunnar yrði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, fljótur að afþakka boðið og sagði það ekki „umræðunni til framdráttar“,“ segir Snærós.

Það er sérstakt þegar persónuleg skoðun ráðherra á hvað sé lýðræðinu hollt er farin að vega þyngra en sú sjálfsagða lýðræðislega krafa að frjálsir fjölmiðlar hagi umfjöllun sinni eftir eigin behag.

Þá segir Snærós að gaman væri að vita hvort Sigmundur meti það sér til framdráttar, eða ekki, að nýr fjármálaráðherra þori ekki að mæta honum í beinni útsendingu. „Ráðherrann valdi að hrökkva í stað þess að stökkva.“

Auglýsing

læk

Instagram