Birdman besta myndin

Kvikmyndin Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Okkar maður, Jóhann Jóhannsson fékk ekki Óskar.

Julianne Moore og Eddie Redmayne fengu Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk sín í myndunum Still Alice og The Theory of Everything og leikstjórinn Alejandro G. Iñárritu fékk Óskar fyrir leikstjórnina á Birdman.

Hér má sjá lista yfir sigurvegara kvöldsins:

Besta myndin: Birdman.
Besta leikkona í aðalhlutverki: Julianne Moore fyrir hlutverk sitt í Still Alice.
Besti leikari í aðalhlutverki: Eddie Redmayne fyrir hlutverk sitt í The Theory of Everything.
Besta leikkona í aukahlutverki: Patricia Arquette fyrir hlutverk sitt í Boyhood.
Besti leikari í aukahlutverki: J. K. Simmons fyrir hlutverk sitt í Whiplash.
Besta myndataka: Birdman.
Besti leikstjóri: Alejandro G. Iñárritu fyrir Birdman.
Besta handrit: Birdman.
Besta handrit byggt á áður útgefnu efni: The Imitation Game.
Besta erlenda myndin: Ida, Pólland.
Besta förðun og hár: Frances Hannon og Marc Colier fyrir The Grand Budapest Hotel.
Besta tónlist: Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel
Besta búningahönnun: Milena Canonero fyrir The Grand Budapest Hotel.
Besta heimildarmyndin: Citizenfour.
Besta stutta heimildarmyndin: Crisis Hotline: Veterans Press 1.
Besta klipping: Tom Cross fyrir Whiplash.
Besta teiknimyndin: Big Hero 6.
Besta lag samið fyrir mynd: Glory úr kvikmyndinni Selma.
Besta sviðsmyndin: The Grand Budapest Hotel.
Besta teiknaða stuttmyndin: Feast.
Besta leikna stuttmyndin: The Phone Call.
Besta hljóðvinnsla: Alan Robert Murray og Bub Ashman fyrir American Sniper.
Besta hljóðblöndun: Craig Mann, Ben Wilkins og Thomas Curley fyrir Whiplash.
Bestu tæknibrellurnar: Interstellar.

Auglýsing

læk

Instagram