Auglýsing

Magnea mætti í partí hjá alræmdasta glaumgosa heims: „Ef þú þekkir rétta fólkið þá færðu boð“

Magnea Jónsdóttir, íbúi í Los Angeles, var gestur í árlegu hrekkjavökuteiti milljónamæringsins Dan Bilzerian um helgina. Magnea birti mynd af sér úr boðinu á samfélagsmiðlum og segir í samtali við Nútímann að partíið hafi verið geðveikt.

Fyrir þá sem ekki vita þá er milljónamæringurinn Dan Bilzerian líklega frægastur fyrir Instagram-síðu sína þar sem hann birtir aðallega myndir af sjálfum sér ásamt fáklæddum konum.

Partíið hefur vakið mikla athygli en þangað mættu allir helstu glaumgosar borgarinnar. „Þetta var geðveikt, flottasta hús sem ég hef komið í og partíið var ótrúlega vel skipulagt, “ segir Magnea í samtali við Nútímann.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem henni er boðið í teiti hjá kappanum. „Ég þekki Dan ekki vel en mér er boðið í flest öll partíin hans. Los Angeles er svo lítið, ef þú þekkir rétta fólkið þá færðu boð í flest öll stóru partíin,“ segir hún.

Eins og áður segir mættur fjölmargir frægir einstaklingar í boðið. „Það voru allir þarna, Machine Gun KellyRae SremmurdMarshmelloChris BrownP Diddy, Synir P DiddyLudacrisSteve AokiMalmuda og fleiri,“ segir Magnea.

Hér að neðan má sjá myndband sem Dan Bilzerian birti úr partíinu

https://www.instagram.com/p/Bpp73V4lWyh/

Magnea skemmti sér vel

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing