Birtir myndband frá tökum á Fast 8 sem var tekið upp í laumi, skothríð á Mývatni

Kvikmyndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious seríunni, er tekin upp að hluta hér á landi. Upptökur hafa farið fram á Akranesi og Mývatni og eins og Nútíminn hefur greint frá er leikarinn Tyrese Gibson staddur hér á landi við tökurnar.

Youtube notandinn HitVideoCollection hefur birt myndband frá tökunum á Mývatni sem virðist hafa verið tekið upp fyrr í mániðinum. Myndbandið sýnir fjölda hertrukka á Mývatni keyra af stað áður en að mikil skothríð hefst. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Tyrese Gibson er dolfallinn: „Trúi ekki að líkamlegir augasteinar mínir sjái það sem ég sé“

Tökur á Fast 8 halda áfram á Íslandi næstu vikur. Ásamt því að taka upp á Mývatni verða atriði tekin upp á Akranesi. Þá hefur Nútíminn heimildir fyrir því að einhverjar tökur fari fram í Reykjavík.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

https://youtu.be/s5ge1dTHkRY

Auglýsing

læk

Instagram