Tyrese Gibson er svona ánægður með að vera eina Fast 8 stjarnan sem fer til Íslands

Kvikmyndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious seríunni, er tekin upp að hluta hér á landi. Upptökur hafa farið fram á Akranesi og Mývatni en ekki var búist við að neinar stjörnur úr myndinni myndu láta sjá sig.

Þangað til í dag.

Leikarinn og fyrirsætan Tyrese Gibson birti færslu á Facebook í dag þar sem hann sagðist vera á leiðinni til Íslands og að hann væri eini leikarinn sem þyrfti að taka það á sig.

„Á morgun flýg ég til Íslands að skjóta fyrstu senurnar mínar í Fast 8,“ segir hann.

Allt tökuliðið er að hlæja að mér vegna þess að ég er sá eini í Fast-fjölskyldunni sem þarf að leika í atriðum á Íslandi. Ég hata kuldann! fæddur og uppalinn í Kaliforníu!

Gibson segist ætla að taka einn fyrir liðið. „Ísland, ég vona að þið séuð búin undir að ég komi með allt þetta súkkulaði til landsins!“

Auglýsing

læk

Instagram