today-is-a-good-day

Björk svarar von Trier og lýsir áreitninni í nýrri færslu á Facebook

Björk Guðmundsdóttir svarar danska leikstjóranum Lars von Trier fullum hálsi í pistli sem hún ritar á Facebook í dag. Leikstjórinn steig fram í gær og neitar að hafa áreitt söngkonuna kynferðislega við tökur á myndinni, Dancer in the Dark.

Í færslunni sem lesa má í heild hér að neðan lýsir Björk áreitni von Trier í sex liðum. Hún segir meðal annars að hann hafi ítrekað haldið utan um sig þegar myndin var tekin upp. Þá segir hún leikstjórann danska hafa hvíslað að henni óþægilegum kynferðislegum tilboðum.

Sjá einnig: Lars Von Trier neitar að hafa áreitt Björk kynferðislega

Lars vísaði ásökunum Bjarkar til föðurhúsanna í samtali við danska blaðið Jyllands-Posten. Hann viðurkenndi að þau hafi átt erfitt með að vinna saman en kannast ekki við að hafa áreitt hana kynferðislega.

Færslu Bjarkar má lesa í heild hér að neðan

in the spirit of #metoo i would like to lend women around the world a hand with a more detailed description of my…

Posted by Björk on Þriðjudagur, 17. október 2017

Auglýsing

læk

Instagram