Auglýsing

Björk Orkestral – Live from Reykjavík | Frestað til október og nóvember

Tónleikaserían Björk Orkestral – Live from Reykjavík í Hörpu hefur verið frestað vegna áframhaldandi fjölda- og samkomutakmarkana. Nýju dagsetningarnar eru 11. október, 24. október, 31. október og 15. nóvember 2021.

Nýju dagsetningarnar eru eftirfarandi:

  1. Mánudagur 11. október kl. 20 – Björk með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Katie Buckley – Harpa, stjórnandi Viktor Orri Árnason – ÁÐUR 29. ÁGÚST
  2. Sunnudagur 24. október kl. 17 – Björk með Hamrahlíðarkórnum, Bergur Þórisson – orgel, stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir – ÁÐUR 5. SEPTEMBER
  3. Sunnudagur 31. október kl. 17 – Björk með blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, flautuseptetinum Viibra, Katie Buckley – Harpa, Jónas Sen – pianó – ÁÐUR 12. SEPTEMBER
  4. Mánudagur 15. nóvember kl. 20 – Björk með 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Viktor Orri Árnason – ÁÐUR 19. SEPTEMBER

Allir miðar eru enn gildir fyrir nýju dagsetningarnar og miðahafar þurfa ekkert að aðhafast. Ef nýja dagsetningin hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á midasala@harpa.is innan við 14 daga frá deginum í dag, eða í síðasta lagi 7. september.

Allir miðahafar hafa nú þegar fengið tölvupóst með öllum þessum upplýsingum.

„Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda þökkum á sama tíma fyrir þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing