Björk tilnefnd til Brit-verðlauna

Björk Guðmundsdóttir hefur verið tilnefnd tilnefnd til Brit verðlauna sem besti kvenkyns sóló tónlistarmaðurinn. Þetta kemur fram á vef NME. 

Ariana Grande, Lana Del Rey, Courtney Barnett og Meghan Trainor voru einnig tilnefndar í sama flokki og okkar kona.

Þetta er í áttunda skipti sem Björk er tilnefnd í þessum flokki. Hún hefur þrisvar hlotið verðlaunin og það gerðist síðast árið 1998. Þá var hún valin besti alþjóðlegi nýliðinn árið 1994.

Björk sendi frá sér plötuna Vulnicura í fyrra og var plötunni vel tekið af aðdáendum hennar og gagnrýnendum. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 24. febrúar næstkomandi í London.

Auglýsing

læk

Instagram