Borg veltir fyrir sér að brugga Lars Lager Bock, aðdáandi fékk hugmyndina

Vefur sænska blaðsins Aftonbladet slær því upp í dag að bjór verði nefndur í höfuðið á Lars Lagerbäck, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Málið ku þó aðeins vera í skoðun hjá Borg brugghúsi en Svíarnir eru svo spenntir að fyrirsögnin er: Lagerbäck fær eigin bjór á Íslandi.

Taktu prófið! Hversu vel þekkirðu Lars Lagerbäck?

Forsaga málsins er sú að Einar Þór Gústafsson, starfsmaðir Meniga, útbjó mynd í stíl við bjórana frá Borg, enda mikill aðdáandi, og birti á Facebook ásamt skilaboðunum:

„Mikið hlakka ég til að drekka Lars frá Borg brugghús á næsta ári. Trúi ekki öðru en að hann verði kraftmikill og framsækinn, með sterka miðju og djúpa en sæta tóna sem hressa upp á lífið og tilveruna!“

Svíarnir gripu málið en Óli Rúnar Jónsson hjá Borg segir enga ákvörðun liggja fyrir.

Nei, það liggur nú ekki fyrir ákvörðun um þetta ennþá líkt og þeir láta hljóma í sænskum fjölmiðlum en við erum að skoða þetta og ljóst að pressan er að aukast.

Við sjáum hvað setur en Einar Þór er allavega tilbúinn með Heimi, ef Lars verður bruggaður.

Heimir Golden Ale

Auglýsing

læk

Instagram