Brain Police hitar upp fyrir Guns n’ Roses – 2000 aukamiðar í sölu

Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns N’ Roses á Íslandi hafa bætt við 2000 miðum í sölu í gegnum vefsíðuna show.is. Samningar hafa náðst um að íslenska rokksveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana.

Allt stefnir í að tónleikarnir verði þeir langstærstu í íslenskri tónlistarsögu, bæði þegar kemur að fjölda tónleikagesta en einnig að umfangi tónleikanna sjálfra.

Sjá einnig: Fimm þúsund miðar á Guns N’ Roses seldust á tveimur klukkustundum

Tónleikarnir fara fram þann 24. júlí á Laugardalsvelli. Reikna má með að Guns N’ Roses spili í rúmar þrjár klukkustundir eftir að Brain Police hitar þá upp.

Hljómsveitin kemur með 45 gáma af græjum en heildarmagn þeirra telur alls um 1300 tonn. Sveitin mun spila á stærsta sviði sem hefur verið sett upp hér á landi sem verður 65 metra breitt. Einnig verða settir upp þrír risaskjáir sem og stærsta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi.

Auglýsing

læk

Instagram