Brandon Thatch varar Neil Magny við hræðilegri lykt af Gunnari Nelson: „Þetta var viðbjóðslegt“

Auglýsing

Bardagakappinn Brandon Thatch segir að Gunnar Nelson hafi lyktað hræðilega þegar þeir börðust í júlí árið 2015. Hann segist ekki viss um hvort Gunnar hafi lyktað illa viljandi en tekur fram að hvort sem um vísvitandi bragð var að ræða ekki þá hafi það virkað. Þetta kemur fram á vef MMA frétta.

Sjá einnig: Gunnar Nelson var týpískur Gunnar Nelson á blaðamannafundinum eftir bardagann

Gunnar Nelson bætir Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí. Magny og Brandon Thatch eru liðsfélagar og sá síðarnefndi skildi umræddar athugasemdir um Gunnar undir mynd frá liðinu þeirra, Team Elevation, á Instagram.

Gunnar sigraði Brandon þegar þeir mættust í fyrstu lotu eftir aðeins þriggja mínútna bardaga. „Gaur, ég veit ekki hvort Nelson hafi gert það viljandi eða ekki en þegar við börðumst lyktaði hann svo fokking illa. Þetta var viðbjóðslegt. Vertu tilbúinn undir það,“ sagði Brandon á Instagram.

Auglýsing

Hann hélt svo áfram: „Í alvöru! Eftir bardagann kúgaðist ég baksviðs vegna þess að lyktin var úti um allt á mér. Aftur, ég er ekki viss um hvort þetta var viljandi gert til að valda mér ógleði en ef svo er þá virkaði þetta fullkomlega.“

En allavega. Svona fór bardagi Gunnars Nelson og Brandon Thatch ????

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram