today-is-a-good-day

Breyta kerfinu í nýju íslensku stefnumótaforriti: Konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað

Íslenska stefnumótaforritið The One kom út fyrir skömmu en stefnumótaforritið skar sig úr vegna þess að konur ráða hvaða karlmenn geta fengið aðgang, þetta var gert til þess að minnka áreiti. Þetta gerði það hinsvegar að verkum að of fáir karlmenn skráðu sig og því hefur forritinu nú verið breytt.

Sjá einnig: Of margar konur í nýju íslensku stefnumótaforriti: „Við gerum ráð fyrir að karlmenn muni taka við sér“

Forritið virkar þannig að á hverjum degi opnast fyrir spjalltengingu við einn notanda sem hverfur svo á miðnætti. Eina leiðin til að halda spjallinu gangandi eftir miðnætti er ef báðir aðilar hafa valið að framlengja spjallið.

Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu. Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið.

Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað. Því geta allir sótt appið núna á iOs og Android.Ef einhver gerist uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út.

„Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One.

Auglýsing

læk

Instagram