Breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson til að sleppa við vesen: Dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald

Tveir karlar og ein kona voru í gær úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en um er að ræða Davíð Viðarsson, eiganda þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og fleiri fyrirtækja, og tvo aðra einstaklinga. Þau voru öll handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leiddi í byrjun síðasta mánaðar. Fólkið er grunað um brot á lögum um útlendinga, brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, mansal, skjalafals og peningaþvott.

Fyrrverandi eiginkona Davíðs og bróðir hans eru hin tvö sem dæmd voru í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag en því lýkur 23. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa níu réttarstöðu sakbornings í málinu – átta þeirra eru af víetnömskum uppruna og svo einn Íslendingur en það er Davíð Viðarsson. Davíð hét áður Quang Le en hann breytti nafni sínu þegar upp komst um ólöglegan matvælalager í Sóltúni í byrjun október á síðasta ári.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur rannsóknina ásamt lögreglunni á Suðurlandi, Suðurnesju, Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæslunni, Útlendingastofnun, VInnumálastofnun, ASÍ, velferðarsviði Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustunni í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Fór lögreglan í tuttugu og fimm húsleitir víðsvegar um landið.

„Rannsókn málsins, sem er mjög viðamikil, miðar vel,“ segir í tilkynningu frá embættinu.

Auglýsing

læk

Instagram