Bubbi bannar Útvarpi Sögu að spila lögin sín: „Skömm þeirra og heimska er algjör“

Bubbi Morthens hefur bannað Útvarpi Sögu að spila lögin sín. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bubba á Facebook. Bubbi fetar þannig í fótspor Ljótu hálfvitanna sem hafa einnig bannað útvarpsstöðinni að spila lögin sín.

Sjá einnig: Ljótu hálfvitarnir banna Útvarpi Sögu að spila lögin sín, múslimakönnun gerði útslagið

Þetta kemur í kjölfarið á því að Útvarp Saga hóf að kanna á vefsíðu sinni hvort múslimum sé treystandi.

„Bann þetta gildir svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri. Skömm þeirra og heimska er algjör,“ segir Bubbi.

Það er ömurlegt að vita til þess að fullorðið fólk sem hefur alist upp í kærleika, býst ég við, skuli þrífast í þeim andlega skugga sem liggur yfir hljóðstofu útvarpsins sögu.

Eins og Ljótu hálfvitarnir þá bannar Bubbi útvarpsstöðinni að spila lög sem hann hefur þegar gefið út, sem og þau sem hann hljóðritar í framtíðinni.

Færslu Bubba má sjá hér fyrir neðan.

Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila lög eftir mig Bubba Morthens sem og öll…

Posted by Bubbi Morthens on Tuesday, September 22, 2015

Auglýsing

læk

Instagram