today-is-a-good-day

Bubbi Morthens hvetur fólk til að hætta að pæla í pólitík og fara að stunda munnmök

Bubbi Morthens hefur farið á kostum á Twitter eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gær. Hann er reyndar alltaf með skemmtilegri tísturum. En í tísti sem hefur vakið mikla athygli leggur hann til að fólk hreinlega hætti að pæla í pólitík og fari að stunda munnmök í staðinn.

Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gær eftir að í ljós kom að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra héldu upplýsingum frá samstarfsflokkum sínum.

Hjalti Sigurjón Hauksson fékk uppreist æru í fyrrahaust. Hann hann fékk fimm og hálfs árs dóm árið 2004 fyrir að beita stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um árabil. Í gær kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, veitti Hjalta meðmæli vegna umsóknar um að fá uppreista æru í fyrra.

Sigríður Andersen sagði svo frá því fréttum í gær að hún hafi sagt Bjarna frá meðmælabréfi föður síns í júlí. Þau greindu samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn ekki frá þessu. Þannig voru þau að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag að mati stjórnar Bjartrar framtíðar, sem ákvað því að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Þá telur stjórn Bjartrar framtíðar að um trúnaðarbrest sé að ræða.

Tillaga Bubba er góð í ljósi þess að Íslendingar stefna í þriðju Alþingiskosningarnar frá árinu 2013 — og þær fimmtu frá árinu 2007. Og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, ætlar að láta sig hafa það.

En er ekki hægt að gera bæði í einu?

Þetta er ekki eina tístið um pólitík frá Bubba. Í gær sagði hann líka að kynlíf væri eins og flúðasigling á bíldekki niður Hvítá. Og bætti svo í

Auglýsing

læk

Instagram