Bubbi þakklátur fyrir fullt af kærleik og umhyggju þrátt fyrir „fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag”

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var lagður inn á spítala um helgina þegar slagæð í nefi hans fór í sundur. Bubbi gekkst undir aðgerð og sagði í kjölfarið að hann væri heppinn að vera á lífi.

Sjá einnig:Bubbi lagður inn á spítala með kvilla í nefi og spilar ekki með Dimmu í kvöld

Bubbi sagði í tilkynningu á Facebook síðu sinni í dag að hann væri þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir fjóra daga á spítalanum. Hann segir að dvölin hafi sýnt honum hversu ótrúlega gott starfsfólk við eigum.

„Fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag. Læknar og sérfræðingar í fremstu röð og tæknin er orðin ótrúleg,” segir í tilkynningu Bubba.

Bubbi þurfti að hætta við tónleika með hljómsveitinni Dimmu á laugardagskvöld vegna veikindanna en hann ætlar sér að koma inn af krafti með hljómsveitinni í haust. Næstu dagar muni þó einkennast af hvíld.

„Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,” segir í tilkynningu Bubba sem má sjá í heild hér að neðan.

Auglýsing

læk

Instagram