Conor McGregor lét gamminn geisa hjá Conan O’Brien

Bardagakappinn Conor McGregor lét gamminn geisa hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O’Brien í gær. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Hefur deilt rúmi með Gunnari Nelson í tíu ár: „Það venst eins og allt annað“

McGregor átti að mæta Jose Aldo á UFC-bardagakvöldi 11. júlí næstkomandi en Aldo dró sig út úr bardaganum vegna meiðsla. McGregor sagði hjá Conan að Aldo væri hræddir — sem væri ekki skrýtið enda myndi hann ekki heldur vilja mæta sjálfum sér.

McGregor er vinur og æfingafélagi Gunnars Nelson en þeir dvelja nú saman í Las Vegas og undirbúa sig undir bardagakvöldið mikla. Nýi andstæðingur McGregor er Chad Mendes.

Auglýsing

læk

Instagram