Auglýsing

Conor McGregor orðinn pabbi

Conor McGregor og Dee Devlin, sambýliskona hans, eignuðust sinn fyrsta son í gærkvöldi. Drengurinn hefur fengið nafnið Conor Jack McGregor. Þetta kemur fram á vef Bleacher Report.

James Ward, blaðamaður Irish Mirror, hefur eftir föður Conors að drengurinn hafi komið í heiminn klukkan átta í gærkvöldi. „Fjölskyldan er í sjöunda himni,“ sagði hann.

Conor McGregor tilkynnti að hann og Dee ættu von á barni eftir að hann sigraði Eddie Alvarez á bardagakvöldinu UFC 205. Hann hefur ekki barist síðan enda sagðist hann vilja draga sig í hlé þangað til barnið myndi fæðast.

Talið er að næsti bardagi Conors verði boxbardagi á móti Floyd Mayweather Jr.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing